Frummenn og fornminjar

Ýmislegt um lifnaðarhætti steinaldarmanna

Lokaverkefni um Krómagnonmenn

Krómagnonmenn voru Homo Sapiens Sapiens menn sem lifðu á tímanum 40.000 f.kr. til 10.000 f.kr.. Þeir voru bestu veiðimenn síns tíma og þeir voru færastir allra að lifa af t.d. vegna þess að þeir kunnu að leggja gildrur, vinna plöntur og nýta allt það sem var í kringum þá, allt frá beinum sem þeir gerðu t.d. nálar úr, til nýrnahetta dýra. 

Það er þó ekki það sem líkast er með þeim og nútímamönnum.  Þeir höfðu hugvit, skiptu sér í hópa, önnuðust börn sín vel og voru tilfinningaríkari en öll þau dýr og apar sem við þekkjum í dag. Sumir hafa jafnvel sagt að ef Krómagnon barn væri flutt úr fortíðinni og alið upp í nútímasamfélagi myndi það passa fullkomlega inn.

Rannsóknarspurningin okkar:


Hvernig notuðu Krómagnonmenn umhverfi sitt og náttúru í athöfnum daglegs lífs? 

Nútímamaður á steinöld

Cro-Magnon (Krómagnon) nafnið á uppruna sinn í Frakklandi þar sem fyrsti krómagnonmaðurinn fannst. Cro þýðir hola eða gjóta og Magnon var nafn landeiganda staðarins þar sem Krómagnon-maðurinn fannst. Krómagnonmenn voru fyrstu beinagrindurnar sem fólk vildi flokka sem menn og við nákvæmari skoðun stóðu þeir sannarlega undir titlinum, með gífurlegri þróun verkfæra og mannlífs miðað við eldri tegundir Homo. Með Krómagnonmönnum kom fyrsta hugmyndin að samfélagi og bjuggu þeir til grunninn af því samfélagi sem við búum í, í dag. Krómagnonmennirnir lifðu að hluta til á sama tíma og Homo Neanderthalensis, sem eru líka þekktir fyrir að hafa byrjað þessa byltingu með því að nota verkfæri en þeir voru ekki komnir nærri því jafn langt með það þegar þeir dóu út 40.000 f.kr.. Krómagnonmenn lærðu að tala við hvorn annan og að hafa samskipti, skipta á milli sín verkum og veiða í hópum. Þeir höfðu tilfinningar og sýndu mannasiði, þeir grófu látna ættingja og syrgðu þá. Krómagnonmenn eru okkar fyrsta dæmi um þá lifnaðarhætti sem við þekkjum í dag, og þessi forfaðir okkar gerði okkur öllum kleift að komast á þann stað sem við erum á í dag.


LIFNAÐARHÆTTIR

ELDUR

LOFT

JÖRÐ

VATN


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!

VILTU VITA MEIRA?

© 2018 Ellert Blær Guðjónsson, Guðbjartur Daníelsson og Daníel Þór Underbjerg Hlínarsson
Powered by Webnode Cookies
Create your website for free! This website was made with Webnode. Create your own for free today! Get started