Lím

Trjákvoða

Krómagnonmenn bjuggu til lím úr trjákvoðu (sem er seigfljótandi vökvi sem kemur úr götum á berki trjáa). Með því að taka harða kvoðu t.d. grenitrjáa, hita hana yfir eldi í vatnsheldum ílátum þar til hún bráðnaði og bæta svo viðarkolum sem eru mulin mjög fínt t.d. milli tveggja steina út í heitu trjákvoðuna og blanda saman af ýtrustu varkárni. Gæði límsins ákvarðaðist af því hversu hrein kvoðan var; trjákvoða sem inniheldur mikið af aðskotahlutum verður að verra lími en trjákvoða sem er hreinni.

Líkamsafgangar dýra

Krómagnonmennirnir nýttu líka alla líkamsafganga dýra (sinar, feld o.fl) sem ekki voru nothæfir til matar eða smíða til þess að búa til lím. Það gerðu þeir með því að láta vefina út í vatn, sem þeir suðu yfir eldi, þar til að úr varð "feldslím", hide glue á ensku. Þegar allir vefirnir leystust upp og vökvinn sem eftir varð hafði áferð sýróps var límið tilbúið.

Notkun

Þegar Krómagnonmenn gerðu trjákvoðulím tóku þeir lítil prik og dýfðu þeim í límið, vegna þess að þannig var auðveldara að flytja límið og nota það. Eftir að þeir settu límið á prik leit það út eins og íspinni, sem þeir gátu auðveldar fært á milli staða. Krómagnonmennirnir nýttu sér límið sem þeir gerðu í allt mögulegt, þeir festu t.d. fjaðrir og örvarodda á örvar og spjót, festu hnífa við sköft, auk þess sem trjákvoðulím var eldfimt, sem þeir gátu nýtt sér til að kveikja fyrr upp elda.


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!

© 2018 Ellert Blær Guðjónsson, Guðbjartur Daníelsson og Daníel Þór Underbjerg Hlínarsson
Powered by Webnode Cookies
Create your website for free! This website was made with Webnode. Create your own for free today! Get started