LOFT

Loftslag

Krómagnonmenn lifðu á seinustu ísöld svo þeir þurftu að komast í gegnum harða vetur og erfiða aðstöðu hvað varðar heimili en þeir komust í gegnum þetta allt með nýjum uppgötvunum sem héldu í þeim lífinu.

Atlatl

Atlatl var öðru nafni kallað kastskaft, sem er spjót sem kastað er með krók gerðum úr beini eða viði. Krókurinn kræktist í endann á spjótinu svo hægt var að kasta því með meiri krafti og nákvæmni.

Bogi og örvar

Það hafa ekki fundist bogar nálægt beinagrindum Krómagnonmanna, en margir álykta þó að þeir hafi notað þá til veiða, miðað við að þeir vissu t.d. að spýtur svigna við þrýsting og fara aftur í sína upprunalegu mynd þegar þrýstingurinn hverfur. Auk þess hafa fundist rispur í gömlum steinum sem minna á boga og örvar.

Reykur

Krómagnonmenn reyktu feldi dýra til að auka endingu þeirra og til þess að vatn skemmdi þá ekki. Þeir reyktu líka kjöt, sem hjálpaði til við geymslu þess. Inni í sumum hellunum þar sem búið var allan ársins hring voru líka reykgangar gerðir til að leiða reykinn út úr hellunum.


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!