Þrif

Menn þrifu sig líkast til í lækjum og héldu uppi almennu hreinlæti með því að gera þarfir sínar smá spöl frá heimilinu og urðu þá fáar sýkingar af völdum saurs og óhreininda. Ung börn voru örugglega ekki sett í bleyjur, á heitum stöðum voru þau ekki sett í föt, líkt og tíðkast í dag í Afríku, á köldum stöðum voru börnin klædd fötum en mæðurnar fylgdust vel með börnunum og tóku eftir því þegar þeim var mál.

Það hefur verið sannað að Krómagnonmenn (og Neanderdalsmenn) voru ekki jafn andfúlir og fólk býst almennt við, heldur voru þeir með heilbrigðari tennur en nokkur núlifandi manneskja, m.a. af því að þeir borðuðu fjölbreyttari og hollari mat sem hafði ekki slæm áhrif á tennur þeirra. Við það að borða fjölbreyttari mat var bakteríuflóran í munni þeirra líka jafnari, sem gerði stökum bakteríumtegundum erfiðara að skemma tennur þeirra.


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!