Vatnsílát

Vatnsheld ílát voru og eru mjög fáséð í náttúrunni og það sem helst er hægt að nota til vatnsflutninga eru lauf og grös margra plantna. Vandinn við lauf og álíka er þó sá að þau halda vatni ekki vel, séu þau færð milli staða.

Þar sem að við getum bara lært um þá hluti sem varðveitast, er ekki fullsannað að Krómagnonmenn hafi notað skinn af dýrum til að flytja vatn í, því skinn varðveitast ekki en það er þó líklegasti kosturinn, miðað við það að á ísöldinni í t.d. í Síberíu var ekki margt annað að fá.

Í lok aldarinnar gátu þeir, með því að finna upp ofna sem hækka brennsluhita eldsneytis, mótað og hert leir sem þeir fundu í jörðinni í alls kyns líki, hvort sem það voru styttur eða vatnsílát af öllum stærðum og gerðum.


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!

© 2018 Ellert Blær Guðjónsson, Guðbjartur Daníelsson og Daníel Þór Underbjerg Hlínarsson
Powered by Webnode Cookies
Create your website for free! This website was made with Webnode. Create your own for free today! Get started