Verkfæri

Öxi

Axirnar voru smíðaðar með því að brjóta lítil brot af stórum tinnukjarna. Þær voru brothættar og entust því ekki mjög lengi.

Nálar

Kromagnonmenn saumuðu föt með nálum úr beini og notuðu t.d. sinar sem tvinna. Þeir gerðu föt úr  feldum og skinni.

Hnífar

Hnífarnir voru gerðir úr hnífakjörnum úr margs kyns tinnu, þar sem steinsmiðir gátu brotið úr hnífa eftir þörfum.

Verkfærin voru öll mjög vönduð og flest þeirra gerð úr beinum, tinnu eða viði. Þeir notuðu líka sinar til þess að binda beitta tinnuna við sterka spýtu sem verður t.d. að öxi. Það þurfti að gera mikið af verkfærum vegna þess að þau brotnuðu eftir litla notkun, en virkuðu öll mjög vel í þau störf sem vinna þurfti.


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!

© 2018 Ellert Blær Guðjónsson, Guðbjartur Daníelsson og Daníel Þór Underbjerg Hlínarsson
Powered by Webnode Cookies
Create your website for free! This website was made with Webnode. Create your own for free today! Get started