Hiti

Eldamennska

Hjá flestum dýrum fer stór hluti sólarhringsins í það eitt að afla sér matar, t.d. hjá öðrum öpum þar sem hátt í 80% af öllum þeirra vökutíma fer í öflun hrárrrar fæðu. Ein af ástæðum þess að nútímamenn hafa stóran og kraftmikinn heila er sú að menn til forna tóku upp þann sið að elda matinn sinn með hjálp eldsins. Þegar matur er eldaður getur líkaminn auðveldar tekið upp meira af næringarefnum sem stuðlar að stækkun heilans. Auk þess gátu menn nú eytt minni tíma í fæðuaflanir og meiri tíma í menningu og tæknilegar framfarir.

Líkamshiti

Krómagnonmennirnir brenndu elda til að halda á sér hita, þar sem jafnvel þeir fáu sem höfðu aðgang að heitu vatni í boði náttúrunnar gátu ekki beislað hann til upphitunar heimila. Eldurinn var svo nauðsynlegur til kyndingar að Krómagnonmenn í Síberíu tóku upp á því að brenna beinum til húsahitunar og beinöskur finnast enn þann dag í dag í eldstæðum þeirra.


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!