Tæki notuð til uppkveikju

Núningur

Núningur er elsta og þekktasta leiðin til uppkveikju, þar sem mjúkur og þurr viður er tekinn og settur mitt á milli lófanna. Undir prikinu er þurrt gras þar sem glóðin verður til. Til að kveikja eld er lófunum nuddað saman með prikið á milli svo það snúist og framkallar það núning með botnplötunni og með mikilli áreynslu og tíma getur glóð kviknað.

Málmur og Tinna

Eldjárn (pýrít) og tinna eru par steinategunda sem geta skapað neista sem er nógu heitur til þess að kveikja glóð þegar þeim er slegið saman. Það sem gerir þessa leið uppkveikju nútímalegri er það að það er auðveldara og fyrirferðaminna að kveikja eld með tinnu og pýríti en með tveimur mjúkviðarspýtum, auk þess er eldjárns-aðferðin auðveldari á hendurnar og auðveldara er að flytja tinnu og eldjárn milli staða.


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This webstie is only to be used for educational and non-commercial purposes!