Hráefni

Bein

Cro Magnon menn nýttu sér bein og horn dýra til þess að smíða sér margs kyns verkfæri t.d. nálar úr beini, höfðingjastafi, hnífa, örvarodda og auk þess nýttu þeir sér stór óbreytt bein sem kylfur. Cro magnon menn notuðu bein einnig sem eldivið.

Viður

Cro Magnon menn notuðu spýtur til þess að kveikja upp elda og brenndu við, auk þess að setja viðarhandföng á einföld verkfæri s.s. handaxir og hamra til þess að bæta þau margfalt. 

Tinna

Tinnusteinar, t.d. Hrafntinna voru oft notaðir til þess að kveikja elda með eldsteinum, búa til hnífa og alls kyns önnur verkfæri s.s. axir. Auk þess notuðu menn tinnuverkfæri til þess að smíða úr beini.

Sinar

Cro Magnon nýttu alltaf allt það sem nýveidd dýr höfðu upp á að bjóða, bæði sinar og feld. Þeir þurrkuðu sinarnar og bleyttu aftur til að nota sem sterkar festingar, þar sem tognar á sinunum þegar þær blotna, en þær skreppa saman þegar þær þorna.

Feldir

Þeir tóku alla feldi sem þeir komust yfir og nýttu þá til alls kyns verka, m.a. í hús og klæði. Þeir reyktu feldina, sem bætti endingu þeirra, þar sem feldirnir hörðnuðu ekki við bleytu og auk þess fældi reykti feldurinn skordýr frá.

Vinnsla hráefna

Hér getið þið séð okkur vinna nautsfót að hluta til eins og steinaldar menn hefðu gert, nema hvað við nýttum okkur  nútímalegri verkfæri og aðstöðu.

Útskýringar á myndum

1. Við fórum í kjötvinnslubúð og fengum nautsfót sem átti að henda.

2. Við suðum beinið til að ná öllum aukahlutum fyrir utan beinin af

3. Við áttum ekki nógu stóran pott til að rúma beinin í heilu lagi, þannig að við þurftum að snúa þeim.

4. Óhreinindin féllu ekki af beinunum, þannig að við þurftum að skafa þau af. (Myndband fyrir neðan texta)

5. Beinin eru úti á svölum að þorna, alveg tilbúin.

Nr.4


Þessi vefsíða er eingöngu ætluð til kennslu og menntunar!
This website is only to be used for educational and non-commercial purposes!